» Myndaflokkar

Til að ná góðum myndum af börnum er mikilvægt að panta tíma fyrrihluta dags eða eftir síðdegislúrinn, því myndatakan er á þeirra forsendum og það skiptir öllu að koma úthvíldur og saddur. Það fer sjaldnast vel að koma í myndatöku beint úr leikskóla/skóla eða eftir vinnutíma foreldra, þegar flestir eru orðnir þreyttir og pirraðir.
Ykkur er velkomið að taka með föt til skiptanna (en athugið samt að það er ekki víst að barnið hafi úthald í margar fataskiptingar). Betra er að ná góðum myndum af barninu í fáum dressum en mörg dress og barnið orðið þreytt. en fatnaður með bæði mynd og texta kemur ekki vel út á mynd og tekur athyglina frá sjálfri fyrirsætunni. Gaman er að mynda utandyra ef veður leyfir.

View pictures

Öruggast er að panta myndatöku fyrir nýfædd börn er áður en barnið er fætt. Þegar barnið svo fæðist hefur þú samband og við ákveðum tíma innan 5-10 daga frá því að barnið fæddist. Þetta er besti tíminn til að ná góðum ungbarnamyndum þar sem barnið sefur enn í fósturstellingum og ungbarnabólur eru yfirleitt ekki farnar að sjást.

View pictures

Ráðlegt er að panta tíma í fermingamyndatöku nokkrum vikum fyrir daginn sjálfan. Þá er möguleiki á að hafa myndirnar til sýnis í veislunni. Langoftast panta stelpurnar tíma sama dag og þær fara í prufugreiðsluna en þá er hægt að taka myndir með hárgreiðslunni. Endilega takið með auka föt, en fatnaður með bæði mynd og texta kemur ekki vel út á mynd og tekur athyglina frá sjálfri fyrirsætunni. Ef taka á fjölskyldumyndir og systkinamyndir þá er gaman að láta alla tóna saman, ekki allir eins en allir í ljóstóna eða í dökktóna fatnaði, ekki endilega í sama lit. Gaman er að mynda utandyra ef veður leyfir. Það getur líka verið gaman að koma með eithvað persónulegt t.d íþróttafötin, fótboltann eða fiðluna.

View pictures

Hægt er að panta myndatöku annað hvort á útskriftardaginn sjálfann eða annan dag sem hentar betur. Mikið álag getur verið á útskriftardaginn og hentar oft betur að koma einhvern annan dag. Gaman er að mynda utandyra ef veður leyfir. Það eykur fjölbreytnina að taka með hversdagleg föt líka.

View pictures
©SagaFold - lilja@studiolilja.com - Simi: 772-1318 Up